Hlutabréf héldu áfram að lækka mjög skarpt þegar Kauphöllin opnaði í dag. Það sem af er degi hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp 3%. Það eru bankarnir sem leiða lækkunina sem áður.

Straumur-Burðarás, Landsbankinn, KB banki og FL Group hafa öll lækkað meira en 5%. Um tíma fór vísitalan undir 6.000 stig.