Um 73% eru andvíg því að trúfélög fái úthlutað ókeypis lóðum til að byggja trúarbyggingar, einungis 8,1% eru fylgjandi. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem MMR gerði á lóðaúthlutun til trúfélaga.

Þegar sama könnun var framkvæmd í september 2013 var hlutfall þeirra sem eru andvíg ókeypis lóðaúthlutun 71,3% og hlutfall fylgjandi var 10%.

Kjósendur Vinstri-grænna voru líklegastir til að vera fylgjandi ókeypis lóðaúthlutun en 16,9% voru fylgjandi. Kjósendur Framsóknarflokksins voru ólíklegastir til að vera fylgjandi en einungis 5,1% þeirra sögðust vera fylgjandi ókeypis lóðaúthlutun sveitarfélaga til trúfélaga.