76% landsmanna eru hlynnt aukinni virkjun gufuafls en 10% andvíg. 57% eru hlynnt frekri virkjun vatnsafls, en 27% andvíg. 58% eru jákvæð í garð frekari uppbyggingar áliðnaðar sem byggir á gufuaflsorku, 26% neikvæð. 52% eru hlynnt frekari uppbyggingu áliðnaðar sem byggir á vatnsafli, 34% andvíg. Þetta er meðal niðurstaðna Gallup-könnunar sem kynnt var á Orkulindinni Ísland ? ráðstefnu um gildi ál- og orkuframleiðslu á Íslandi.