Uppbygging vindorku og þróun þess er mjög ör á heimsvísu en í árslok 2012 komu yfir 3% af allri raforku heimsins frá vindmyllum.

Í nýlegri könnun frá Capacent Gallup kemur fram að um 81% landsmanna eru hlynntir frekar uppbyggingu vindorku á Íslandi. Landsvirkjun gangsetti tvær vindmyllur norðan við Búrfell í febrúar síðastliðnum á svæði sem kallast Hafið. Rekstur vindmyllanna tveggja hefur gengið vel og engar óeðlilegar rekstrartruflanir orðið samkvæmt Landsvirkjun.

Vindastæður hér á landi eru svipaðar og á hafi úti. Næstu skref væru að rannsaka hvort Þjórsár-Tungnaársvæðið séu raunhæfur og hagkvæmur virkjunarstaður fyrir vindorku til framtíðar.

Aðstæður á Íslandi eru óvenju hagstæðar en rannsóknir sýna mikinn vindstyrk lágt yfir sjávarmáli. Það gerir virkjun hagkvæmari því mösturin þurfa því ekki að vera eins há, uppsetning tekur styttri tíma og því auðvelt að byggja vindlundi í áföngum.

Nýtingin í vindmyllunum hefur verið 40-50% sem er mun betra en heimsmeðaltalið sem er 28%. Samtals hafa verið unnar 3150MWst frá upphafi mælinga.