*

föstudagur, 10. júlí 2020
Innlent 30. maí 2020 10:01

Mikill munur á lestri

Skipulegar mælingar á lestri vefmiðla hafa lengi tíðkast, en eins og gengur eru til þess ýmsar aðferðir.

Ritstjórn
vb.is

Skipulegar mælingar á lestri vefmiðla hafa lengi tíðkast, en eins og gengur eru til þess ýmsar aðferðir.

Að ofan gefur að líta mælingar á flettingum helstu miðla, sem best gefur til kynna hversu mikið er lesið og er að miklu leyti vísbending um hve mikið hnýsilegt er þar að finna.

Sem sjá má eru yfirburðir Morgunblaðsins algerir, en Vísir er langt á undan DV í þriðja sæti.

Svo fer þetta nú mjög minnkandi. Munurinn á miðlunum er engan veginn jafnmikill þegar horft er á fjölda meðalnotenda, sem gefur til kynna að flestir leiti víða fyrir sér, eigi engan einn miðil. En það er augljóslega eftir mestu að slægjast hjá Mogga og Vísi.