Virði á hlutabréfum Icelandair Group er 24,5 krónur á hlut, miðað við að að gengi bandaríkjadals sé 133. Þetta kemur fram í verðmati Greiningar Íslandsbanka frá 12. ágúst síðastliðnum.

Miðað við núverandi raungengi á bréfunum í Kauphöllinni, sem er 28,05 krónur á hlut, er félagið því ofmetið um rúm 14% ef marka má virðismatið.

Í greiningunni er því spáð að jákvæð áhrif af olíuverði muni falla brott auk þess sem óvenjugóð sætanýting undanfarið haldist ekki stöðug áfram.

Mat Íslandsbanka er talsvert íhaldssamara og stangast á við sambærilegt mat frá Fyrirtækjagreiningu Arion banka, sem kom út á þriðjudag. Í því mati er hver hlutur verðmetinn á 32 krónur, og því er verulegur munur á þessum tveimur verðmötum, eða sem nemur 30%.

Nánar er fjallað um virðistmat á Icelandair Group í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .