Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 1,10% í dag og endaði í 1,793 stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 36,80%.

Í dag hækkaði ekki gengi neinna hlutabréfa í kauphöllinni. Gengi bréfa Össurar, BankNordik P/F og Nýherja stóðu hins vegar í stað í engum viðskiptum.

Mest lækkaði gengi bréfa Icelandair um 1,36% í 659 milljóna króna viðskiptum. Þar á eftir kemur Marel, en gengi bréfa fyrirtækisins lækkaði um 0,89% í viðskiptum upp á 456 milljónir króna. Gengi bréfa VÍS lækkaði svo um 1,46% í viðskiptum sem hljóða upp á 238 milljónir króna.

Heildarvelta á hlutabréfamarkaði í dag var rúmir 2,1 milljarðar króna. Heildarvelta á skuldabréfamarkaði var 15,5 milljarðar króna.

Hlutabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1,1% í dag í 1,8 milljarða króna viðskiptum.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 1,2% í dag í 14,6 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 1,3% í 3,1 milljarða króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,9% í 11,5 milljarða króna viðskiptum.