Franski bílaframleiðandinn Peugeot Citroen tilkynnti í gærkvöldi að sala á bílum fyrirtæksins hafi dregist mikið saman árið 2012. Samdrátturinn var aðallega í Evrópu.

Bílaframleiðandinn segir í tilkynningu sem send var út í gær eftir lokun markaða að alls nemi samdrátturinn 16,5%. Efnahagsástandið í Evrópu hafði mikil áhrif á sölu fyrirtækisins, sérstaklega í Suður Evrópu.

Salan á Spáni minnkaði um 14,9%, Ítalíu um 20,9% og í Frakklandi 13,3%. Hins vegar jókst salan í Rússlandi um 10%, Kína um 7,2% og Suður Ameríku um 5,6%.

Bílaframleiðandinn seldi 2,97 milljónir bíla árið 2012 en 3,55 milljónir 2011.