Hagnaður sænska farsímaframleiðandans Ericsson dróst saman um 36% á þriðja ársfjórðungi, sem var í samræmi við afkomuviðvörun félagsins í síðustu viku. Jafnframt greindi Ericsson frá því að Karl-Hendrik Sundstroem, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, hefði í kjölfar slæmrar afkomu félagsins ákveðið að segja af sér. Sumir sérfræðingar gera jafnvel ráð fyrir enn fleiri uppsögnum helstu stjórnenda fyrirtækisins. Hins vegar sagði Carl-Henric Svanberg, forstjóri Ericsson, að hann teldi sig hafa stuðning stjórnarinnar, en nokkur óvissa hefur ríkt um hver staða hans væri eftir að gengi hlutabréfa félagsins féll mest um 30% í síðustu viku, vegna afkomuviðvörunar Ericsson.

Hægt er að lesa meira um samdráttinn hjá Ericsson í Viðskiptablaðinu.