Evrópusambandið (ESB) hefur undanfarin þrjú ár unnið með markvissum hætti að því að bæta rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan sambandsins. Miðast sú vinna m.a. við einföldun á lagaumhverfi þeirra og hvernig lækka megi ýmis opinber gjöld. Má þar t.d. nefna kostnað við stofnun fyrirtækja og vernd hugverkaréttinda.

Að sögn Guðrúnar Bjarkar Bjarnadóttur, lögmanns hjá Samtökum atvinnulífsins (SA), myndu slíkar breytingar ná til flestra íslenskra fyrirtækja enda falla þau flest öll í þann stærðarflokk.

Hún segir þó ólíklegt að ESB gefi út formlega tilskipun eða reglugerð til aðildarríkja sinna heldur láti duga að gefa út tilmæli, sem hafi ekki sama lagalega gildi og tilskipanir eða reglugerðir.

„Þarna munu því verða tillögur að aðgerðum í aðildarríkjunum sem byggðar eru á því að aðildarríkin sjálf fjarlægi hindranir sem eru til staðar á innri markaðnum fyrir minni fyrirtækin. Að ríkin einfaldi reglur, minnki skriffinnsku og auðveldi aðgengi að fjármögnun, svo að eitthvað sé nefnt.“

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .