Í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið meðal 300 stærstu fyrirtækja landsins um afstöðu stjórnenda til frekari virkjunarframkvæmda er niðurstaðan ótvíræð með því að farið verði í nýjar framkvæmdir. Í heildina eru 91,1% hlynntir framkvæmdum en 8,9% á móti.

Af þeim sem tóku afstöðu með framkvæmdum voru 51,3% mjög fylgjandi og 39,8% voru þeim fylgjandi. Einungis 7,3% voru andvígir framkvæmdum og 1,6% voru þeim mjög andvígir. Á landsbyggðinni er afstaðan í heildina enn harðari og eru 93,3% með framkvæmdum en einungis 6,7% á móti.

Gerð er ítarlegri grein fyrir niðurstöðunni í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.