Tekjur Apple jukust um 17% á öðrum ársfjórðungi, samanborið við sama fjórðung í fyrra, í 53,3 milljarða dollara, og hagnaður jókst 32% í 11,5 milljarða dollara; yfir spám greiningaraðila.

Velgengnin stafaði ekki af aukinni sölu, sem jókst aðeins um 1%, heldur mikilli sölu á nýja flaggskipinu, iPhone X, sem er töluvert dýrari en gömlu línurna. Þá var mikill vöxtur í stafrænni þjónustu Apple, svo sem App Store, iCloud og Apple Music, sem skilaði 31% tekjuaukningu.

Enn meiri vöxtur var þó á sölu nýrra vörulína af aukahlutum eins og Apple Watch og AirPods, en tekjur af þeim jukust um 60%.

Fjárfestar önduðu örlítið léttar við fréttirnar, eftir vonbrigði með uppgjör tæknirisanna Facebook, Twitter og Netflix fyrir fjórðunginn.

Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, sagðist hæstánægður með besta annan ársfjórðung í sögu félagsins, og það að fjórða ársfjórðunginn í röð hefðu tekjur vaxið um tveggja stafa prósentu.

Apple skilaði 25 milljarð dollurum til hluthafa á fjórðungnum, fyrst og fremst með kaupum á eigin bréfum, en félagið er við það að verða fyrsta trilljón (þúsund milljarðar) dollara fyrirtæki í Bandaríkjunum.

Umfjöllun Financial Times .
Umfjöllun Wall Street Journal .