Samkvæmt upplýsingum Efnahagsfregna greiningar Kaupþings banka jókst gengisflökt krónunnar töluvert í nóvember miðað við rólegheit mánuðinn á undan. Í lok nóvember komst 20 daga flökt krónunnar í 15,3% en til samanburðar var það í kringum 9% í lok október. Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam um 370 milljörðum króna í nóvember og segir í Efnahagsfregnum að um sé að ræða fjórða veltumesta mánuðinn á árinu. Þrír veltumestu mánuðir ársins á gjaldeyrismarkaði voru í vor þegar gengi krónunnar féll í kjölfar neikvæðrar umræðu um hagkerfið. Dagleg velta á gjaldeyrismarkaði í nóvember nam 370 milljörðum króna.