Mikill verðmunur er á bréfum Össurar í Kaupmannahöfn og á Íslandi. Mestur var verðmunurinn 20% í viðskiptum gærdagsins á milli markaða. Lokagengið var 196,5 krónur á hlut í Reykjavík en lægst fór gengið í 7,5 danskar krónur á hlut eða 164 íslenskar krónur í Kaupmannahöfn í gær. Lokaverðið í Danmörku var 8,0 danskar krónur á hlut sem jafngildir 175 íslenskum krónum. er það 12% lægra verð en í Reykjavík.

Í greiningarefni IFS segir að óskilvirkni gjaldeyrishafta endurspeglast einna best í þeim mikla verðmun sem er á bréfum Össurar í Kaupmannahöfn og á Íslandi.