Mikill verðmunur er á spjaldtölvunni iPad, nýjustu afurð Apple. Samkvæmt samantekt tímaritsins the Economist er iPad um 200 dollurum ódýrari í Hong Kong en Þýskalandi. Það jafngildir um 22 þúsund króna verðmun.

Spjaldtölvan kostar 700 dali í Þýskalandi eða um 80 þúsund krónur. Á Íslandi kostar iPad um 120 þúsund krónur, jafnvirði tæplega 1080 dala á núverandi gengi. Ísland er ekki með í samanburði The Economist.

Verðsamanburð The Economist má sjá hér .