Eignarhaldsfélagið Sjávarsýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, hagnaðist um 418 milljónir króna á árinu 2017.

Er það töluverður viðsnúningur frá fyrra ári þegar félagið tapaði 50 milljónum króna. Eignir félagsins námu 3,9 milljörðum króna í lok árs og jukust um 446 milljónir milli ára.

Félagið á yfir helmingshlut í Gasfélaginu ehf. og Ísmar en önnur óskráð hlutabréf eru metin á rúmlega 1,1 milljarð í bókum félagsins. Eiginfjárhlutfall var 67,5% í lok árs.