*

mánudagur, 15. júlí 2019
Innlent 23. ágúst 2018 10:15

Mikill viðsnúningur hjá Bjarna

Eignarhaldsfélagið Sjávarsýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, hagnaðist um 418 milljónir króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Bjarni Ármannsson, fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka.
Eggert Jóhannesson

Eignarhaldsfélagið Sjávarsýn ehf., sem er í eigu Bjarna Ármannssonar, fyrrverandi bankastjóra Íslandsbanka, hagnaðist um 418 milljónir króna á árinu 2017.

Er það töluverður viðsnúningur frá fyrra ári þegar félagið tapaði 50 milljónum króna. Eignir félagsins námu 3,9 milljörðum króna í lok árs og jukust um 446 milljónir milli ára.

Félagið á yfir helmingshlut í Gasfélaginu ehf. og Ísmar en önnur óskráð hlutabréf eru metin á rúmlega 1,1 milljarð í bókum félagsins. Eiginfjárhlutfall var 67,5% í lok árs. 

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is