Sá mikli viðskiptahalli sem er á hagkerfinu kallar á lækkun gengis krónunnar fyrr en síðar, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Stór hluti viðskiptahallans um þessar mundir stafar af stóriðjuframkvæmdum og hverfur þegar þeim lýkur án þess að nokkur lækkun raungengis krónunnar þurfi til.

Áætlar greiningardeildin að ríflega þriðjungur núverandi viðskiptahalla stafi beinlínis af stóriðjuframkvæmdum, en í heild stefnir hallinn í að verða um 15% af landsframleiðslu í ár.

?Ef við gefum okkar að meira en þriðjungur viðskiptahallans hverfi af sjálfdáðum þarf engu að síður til lækkun raungengis til að vinna gegn því sem eftir stendur, sem nemur þá sennilega um 8% eða meira af landsframleiðslu," segir hún og bætir við:

?Til að koma 8% viðskiptahalla í núllið þarf vísitala raungengis að lækka um 10% til 18% samkvæmt mati okkar og miðað við jafna raungengislækkun yfir tíma."

Eftir að tillit er tekið til verðlagsáhrifa gengisbreytinga kemur í ljós að gengisvísitala krónunnar þarf að fara í um 120 til 130 stig til að eyða viðskiptahallanum. Spáir greiningardeild Íslandsbanka að sæki að lokum í um 125 stig til að koma hagkerfinu í ytra jafnvægi og reiknar með þessu jafnvægi verði náð árið 2007.