Fasteignaverð á Bretlandseyjum hækkaði um 0,1% í ágúst frá fyrri mánuði sem er nokkuð minna en mánuðinn á undan en þá hækkaði fasteignaverð um 2,1%. Síðastliðna 12 mánuði hefur íbúðarverð hækkað alls um 19%. Jafnframt hefur húsnæðisverð hækkað að meðaltali um 18% á mánuði miðað við sama tíma í fyrra.

Í Hálffimm fréttum KB banka var bent á að hækkun fasteignaverðs hefur valdið töluverðum áhyggjum hjá Englandsbanka, en bankinn hefur hækkað stýrivexti alls fimm sinnum frá því í nóvember 2003 m.a. til að bregðast við hækkandi eignaverði. Teikn eru á lofti um að áhrif af stýrivaxtahækkunum Seðlabankans fari að gæta og því telja hagfræðingar að hægja muni á hækkunum fasteignaverðs á næstu misserum. Seðlabanki Englands tekur næst ákvörðun um stýrivexti þann 9. september.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.