Verslunarkeðjan Tesco, sem er stærsti viðskiptavinur Bakkavör Group, birti í morgun rekstrarniðurstöu fyrsta ársfjórðungs. Sala samstæðunnar jókst um 12,3% á ársfjórðungnum. Virðist vera góður gangur í sölunni á Bretlandi, sem er langstærsti markaður félagsins, en salan þar í landi jókst um 11,1%. Er sérstaklega tekið fram í tilkynningunni að mikill vöxtur hafi verið á matvælamarkaðnum í Bretlandi sem er jákvætt fyrir Bakkavör.

Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að J Sainsbury, sem er þriðja stærsta verslunarkeðjan, tilkynnti ekki alls fyrir löngu um samdrátt í sölu en Wm Morrison hefur einnig tilkynnt sölusamdrátt hjá Safeway, sem þeir yfirtóku nýlega. Má því leiða að því líkum að 27% markaðshlutdeild Tesco sé að aukast, en Tesco er í dag stærsti smásali Bretlands. Þess má geta að Tesco er einnig stór viðskiptavinur Geest plc.