Kaupgleði Íslendinga í útlöndum hefur vaxið verulega á síðustu misserum. Kemur það fram í mikilli kortaveltu erlendis sem í janúar nam tæplega 2,9 milljörðum króna og hafði þá vaxið um rúm 50% frá sama tíma í fyrra á föstu gengi krónunnar. Kaupmáttur íslenskra neytenda í útlöndum hefur vaxið með gengishækkun krónunnar og stuðlað að aukinni neyslu þeirra segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Þar er einnig bent á að sennilegt sé að væntingar neytenda um að hágengi krónunnar sé aðeins tímabundið ástand hafi aukið áhrif vaxandi kaupmáttar á einkaneyslu.

Kreditkortavelta innanlands nam tæpum 20 milljörðum króna í janúar og hafði vaxið um 14% miðað við sama tíma í fyrra og fast verðlag. Gefur þessi aukna velta til kynna hratt vaxandi einkaneyslu um þessar mundir. Debetkortavelta innanlands nam hins vegar rúmum 31 milljörðum króna í janúar dróst saman um 7% á sama mælikvarða. Erfitt er túlka þróun debetkortaveltunnar sem getur verið misvísandi þar sem innifalið í henni eru stórar færslur af hálfu fyrirtækja.