Iðnaðarframleiðsla í Kína jókst um 17,9% í október síðast liðnum. Mestur var vöxturinn í framleiðslu bifreiða og rafmagnstækja. Á fréttavef Bloomberg segir að aukningin auki enn á áhyggjur stjórnvalda í Kína um að efnahagur landsins kunni að ofhitna og brenna yfir.

Efnahagur í Indónesíu óx um 6.5% á þriðja ársfjórðungi og er vöxturinn sá mesti frá árinu 1997. Almennt hefur efnahagur í suðaustur Asíu verið góður á árinu og var vöxtur hans um 6.2% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt skýrslu hagstofunnar í Djakarta.

Á fréttavef Bloomberg segir að vöxtur efnahagsins í suðaustur Asíu sé yfir væntingum og að hann hafi ekki verið meiri síðan á fyrsta áratugi ársins 1997.

Þrátt fyrir þetta voru vísitölur almennt rauða við lokun markaða í Asíu í dag. Nikkei 225 í Japan lækkaði um 0,7%, Hang Seng í Hong Kong um 1,4% og CSI 300 í Kína um 1,3% um 1%.