Kaupmáttur launa hefur vaxið nær samfleytt frá árinu 1995. Samtals nemur hækkunin á þessu tímabili ríflega 30% og er óhætt að segja að aldrei hefur jafnlangt tímabil í íslenskri hagsögu verið með samfelldri aukningu á kaupmætti launa. Einkaneysla á mann hefur á sama tíma aukist um 55% á föstu verði sem kemur ekki á óvart í ljósi kaupmáttarþróunar á tímabilinu þar sem laun kaupa hátt nær þriðjungi meira en þau gerðu fyrir rúmum áratug síðan. Greint var frá þessu í Morgunkorni Glitnis.

Í þjóðhagsspá þeirri sem við birtum í september og nær til ársins 2011 spáum við því að kaupmáttur launa muni halda áfram að vaxa á næstu árum. Spáum við 3,6% kaupmáttaraukningu í ár og að á árinu 2011 muni kaupmáttur launa vera ríflega 50% meiri en hann var á árinu 1995. (RJ)