Mikill vöxtur mun einkenna árið hjá Straumi-Burðarási, segir greiningardeild Landsbankans. ?Markmið stjórnenda næstu árin eru metnaðarfull, við höfum trú á að flest þeirra verði uppfyllt,? greiningardeildin.

Mælir greiningardeildin með kaupum í fjárfestingabankanum og yfirvoga bréfin. Verðmatsgengið setur hún 20,8 krónur á hlut. Markaðsgengið var 20,5 við lok markaðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

?Kennitölur Straums eru að okkar mati hagstæðar, þó eins og áður hefur verið bent á er ekki hægt að bera þær saman við kennitölur hinna viðskiptabankanna. V/I hlutfall bankans er 1,4 og 1,3 í árslok 2007. V/H hlutfall bankans fyrir 2007 er 8,5 og 8,5 fyrir 2008, sem að okkar mati er nokkuð hagstætt,? segir greiningardeildin.