Elín Jónsdóttir
Elín Jónsdóttir
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Elín Jónsdóttir, bankastjóri Bankasýslu ríkisins, segir mikilvæg verkefni framundan sem snúa að undirbúningi á sölu fjármálastofnana hjá Bankasýslunni. Fyrir ríkissjóð er salan á eignarhlut í Landsbankanum mikilvægust.„Það er mikilvægt að hún verði vel undirbúin og faglega að því ferli staðið. Það krefst ákveðins fjármagnsí upphafi, en sá kostnaður erlítill miðað við hagsmunina í húfi.“Því þurfi að koma til aukið fjármagn, meðal annars til að ráða erlenda ráðgjafa.

Við lestur skýrslu Bankasýslunnarer ljóst að enginn bankanna ers öluhæfur í dag. „Það þarf að leysa úr þekktum óvissuþáttum. Frekar en að setja okkur tímamarkmið þá verðum við að setja okkur markmið um að ákveðnum áföngum verði náð. En hinsvegar er gott að vanda þetta ferli og byrja snemma, bæði hvað varðar samskipti við ráðgjafa og síðan mögulega kaupendur, þannig að þeir séu búnir að fylgjast með í nokkurntíma. Það er vinna sem við viljum hefja sem allra fyrst.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðíð hér að ofan undir liðnum Tölublöð.