Það er bagalegt að ekki eru til skýr lög um skuldabréf hér á landi, lög sem taka til þeirra álitamála sem algengt er að komi upp,“ segir Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, en að hans sögn er í íslenska lagabálknum ekki að finna nein almenn lög sem fjalla um venjuleg skuldabréf.

Eini lagabókstafurinn er Tilskipun um áritun afborgana á skuldabréf en sú tilskipun var gefin út hinn 9. febrúar árið 1789 og er því komin heldur til ára sinna.

Tilskipunin, sem er þó lögfest, hefur aðeins að geyma þrjú stutt ákvæði sem eru svo sem ágæt svo langt sem þau ná að sögn Tryggva.

Hann segist hafa tekið þátt í undirbúningsvinnu vegna laga um skuldabréf þegar hann starfaði í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu fyrir aldamót en sú vinna hafi síðan verið sett á ís og lögin aldrei litið dagsins ljós.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í vikunni. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.