Stjórnvöld verða að standa vörð um sjálfstæði og trúverðugleika Seðlabankans og halda áfram á þeirri leið að reisa efnahagslífið við eins og efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og þáverandi ríkisstjórn samþykkti að gera árið 2009.

Þetta er á meðal þess sem segir í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Íslands.

Í umfjöllun netútgáfu Central Banking segir að Már Guðmundsson seðlabankastjóri hafi verið neyddur til að sækja um starf sitt á nýjan leik nú þegar skipunartíma hans er að ljúka og þurfi hann að keppa um það við níu aðra umsækjendur.