„Ef hagvöxtur er í auknum mæli drifinn áfram af innlendri eftirspurn sem skapar ekkert endilega gjaldeyri, þá óttumst við að gjaldeyrisafgangur þjóðarbúsins gæti nánast horfið,“ þetta segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður Efnahagsdeildar Samtaka Atvinnulífsins. Hún kynnti nýja hagspá deildarinnar á Grand Hótel í morgun, en þar kemur fram að þótt ferðaþjónustan hafi haft töluvert að segja um að íslenskt efnahagslíf hafi náð fyrra framleiðslustigi en að hún verður ekki leiðandi þáttur í hagvexti framtíðar.

Spá Efnahagsdeildarinnar gerir ráð fyrir allt að þriggja prósenta hagvexti til næstu ára en að samsetning hagvaxtar muni taka töluverðum breytingum. Þar mun framlag innlendrar eftirspurnar taka við af utanríkisverslun, þótt ferðaþjónustan muni enn gegna mikilvægu hlutverki. Til að greiða úr snjóhengjuvandanum svokallaða við afnám gjaldeyrishafta telur Ásdís að mikilvægt að víkka út útboðsferlið svo að innlendir aðilar á borð við lífeyrissjóði geti tekið þátt.

VB Sjónvarp ræddi við Ásdísi.