Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sat ráðherrafund Fríverslunarsamtaka Evrópu fyrir Íslands hönd en allir ráðherrarnir sem sóttu fundinn voru konur og er það í fyrsta skipti sem það gerist. Á fundinum hittust einnig þingmanna- og ráðgjafanefndir aðildarríkjanna.

Að frumkvæði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra var ákveðið að styrkja aðkomu sveitastjórna að málefnum EFTA. „Það er merkur áfangi þar sem sveitarstjórnir hafa fengið aukna aðkomu að málefnum EFTA á undanförnum árum,“ segir Martin Eyjólfsson, sviðsstjóri viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins.

Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að EFTA-ríkin hafi lagt aukna áherslu á gerð fríverslunarsamninga með það að markmiði að búa viðskiptalífi í löndum sínum bestu samkeppnisskilyrði í alþjóðaviðskiptum sem völ er á.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .