Bandaríska afþreyingarfyrirtækið Walt Disney Company á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir. Félagið sendi í gær frá sér afkomuviðvörun en ef fer sem horfir munu tekjur Disney dragast verulega saman á þessum ársfjórðungi.

Hagnaður félagsins dróst saman um 1% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi þessa árs skv. frétt BBC, þrátt fyrir 6% tekjuaukningu.

Samkvæmt fréttavef BBC mun Disney hafa tapað stórlega á nýjustu mynd félagsins, Mars needs Mom‘s en auk þess hefur félagið orðið af töluverðum tekjum eftir að loka þurfti skemmtigarði Disney í Japan í kjölfar jarðskjálftans í vor.

Forsvarsmenn Disney segja þó að tekjur félagsins vegna sölu á ýmsum varningi hafi aukist að undanförnu. Hlutabréf í Disney lækkuðu um 3% á mörkuðum vestanhafs í gær en BBC hefur eftir greiningaraðila hjá Evercore Partners að þrátt fyrir minni hagnað á fyrri hluta ársins sé hann vart varanlegur.

Þá má búast við því að fjórða Pirates of the Caribbean kvikmyndin, sem frumsýnd verður í sumar, muni færa félaginu miklar tekjur. Auk þess verður Captin America: The First Avanger jafnframt frumsýnd í sumar og binda Disney menn miklar vonir við hana.