*

fimmtudagur, 21. janúar 2021
Innlent 14. september 2019 15:22

Miklaborg dró saman kostnað

Á sama tíma og fasteignasalan Miklaborg jók hagnað sinn um 12% jukust skuldirnar um ríflega 70% milli ára.

Ritstjórn
Óskar Rúnar Harðarson er framkvæmdastjóri fasteignasölunnar Miklubrautar og jafnframt meirihlutaeigandi.
Haraldur Guðjónsson

Hagnaður Fasteignasölunnar Mikluborgar jókst um nærri 12% á síðasta ári, úr 106,7 milljónum króna í 119,3 milljónir króna, þrátt fyrir að rekstrartekjurnar drógust eilítið saman, eða úr 650,8 milljónum króna í 649,3 milljónir króna.

Á sama tíma drógust rekstrargjöldin saman um 5,7%, í 478,7 milljónir króna, en þar af var eini liðurinn sem lækkaði, „laun og launatengd gjöld“.Þrátt fyrir það hélst meðalstarfsmannafjöldinn í 11 bæði árin. Jókst rekstrarhagnaðurinn fyrir fjármagnsliði og skattgreiðslur því um ríflega 19%, í 170,6 milljónir.

Á árinu jókst eigið fé félagsins um 12%, í 502,2 milljónir króna meðan skuldirnar jukust um 73%, í 411,9 milljónir, svo eiginfjárhlutfallið minnkaði úr 65,3% í 54,9%. Óskar Rúnar Harðarson er framkvæmdastjóri og eigandi ríflega helmingshlutar en Jason Guðmundsson á 47,50% í félaginu.