Miklar breytingar hafa orðið á framkvæmdastjórn bresku verslunarkeðjunnar Woolworths, sem er í rúmlega 12% eigu Baugs.

Þetta kemur fram á vef Retail Week en þar kemur fram að fjórum stjórnendum hefur nú verið sagt upp störfum hjá félaginu.

Þá er Steve Johnson nýr formaður stjórnar. Tveir nýir stjórnendur koma einnig að félaginu nú. Þannig verður Simon Singleton forstöðumaður smásölu og Robert McDonald nýr fjármálastjóri en hann tekur við stöðunni af Stephen East

Þá hafa þeim Colin Carter, James Collins og David Roberts verið sagt upp störfum en þeir voru allir meðal helstu stjórnenda félagsins.

Í frétt Retail Week er haft eftir talsmanni Woolworths að breytingar á framkvæmdastjórn félagins séu hluti af endurskipulagningu þess.