Engin ákvörðun hefur verið tekin um afskráningu Alfesca en að sögn Ólafs Ólassonar, stjórnarformanns félagsins, fannst honum rétt að fara yfir stöðu mála þegar fyrsti ársfjórðungur var kynntur.

,,Staða félagsins er góð en hins vegar hefur orðið mikil breytingar á markaði með matvæli auk þess sem hlutabréfamarkaðir eru að lækka verulega. Þetta er staða sem við verðum að taka tillit til,” sagði Ólafur og benti á að Premire Food vísitalan í Bretlandi, sem mælir hlutabréfaverð matvælafyrirtækja, hefði lækkað um 88,4% það sem af er ári. Ólafur sagði að félagið væri skráð á hlutabréfamarkað til þess að fá viðskipti með bréf félagsins.

,,Vandinn er að reksturinn er allur í Evrópu enda koma allar tekur okkar inn í erlendum gjaldmiðlum. Nú er staðan þannig að hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi er óvirkur en okkar starfsmenn hafa margir hverjir fest sinn sparnað í fyrirtækinu. Þeir geta ekki átt nein viðskipti með bréf félagsins núna.”

Ólafur sagðist ekki geta sagt til um til hvaða ráðstafanna yrði gripið, félagið yrði að hafa ákveðna biðlund. ,,Valmöguleikarnir eru hins vegar ýmsir. Við höfum hins vegar ekki farið af stað með skoðun á mögulegri skráningu annars staðar. Staðan er hins vegar snúinn enda ljóst að íslenskur hlutabréfamarkaður á í verulegum erfiðleikum.”