Hlutabréfavísitölur í Asíu hækkuðu hressilega í nótt og hafa ekki verið hærri í fimm mánuði og evran var nálægt átta vikna hágildi þannig að greinilegt er að fjárfestar binda vonir við að lausn finnist á skuldavanda Grikkja þótt málið hafi dregist dag fyrir dag.

Nikkei-vísittalan hækkaði um 1,1% í nótt, Sjanghæ-vísitalan í Kína hækkaði um 2,23% og ASX í Ástralíu um 0,43%. Klukkutíma fyrir lokun hafði Hang Seng-vísitalan í Hong Kong hækkað um 1,22%.