Töluverðar hækkanir voru á hlutabréfamörkuðum í Bandarríkjunum í gær en S&P 500 vísitalan hækkaði um rúmlega 7%, Nasdaq 100 vísitaln um 7,3% og Dow Jones um 7,7%. Grænt var yfir flestum hlutabréfamörkuðum í gær en hækknanirnar í Bandaríkjnunum voru þó meiri en í Evrópu þar sem Euro Stoxx 50 vísitalan hækkaði um 5% en hún hefur hækkað um tæp 3% það sem af er degi.

Mikið flökt hefur verið á hlutabréfamörkuðum um allan heim frá því að fjárfestar fóru að gera sér grein fyrir efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar í síðustu vikufebrúarmánaðar en síðastliðinn mánuð hefur S&P 500 tvisvar sinnum hækkað meira en hún gerði í gær. Vístalan stendur nú í 2.663,68 stigum og hefur lækkað um rúm 20% frá því hún stóð í hæstu hæðum þann 20. febrúar.