Verðbréf
Verðbréf
© Associated Press (AP)
Hlutabréf hækkuðu mikið í verði á mörkuðum í Evrópu í dag. FTSE 100 vísitalan í Lundúnum hækkaði um 3,2%, DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði um 4,9% og CAC 40 vísitalan í París hækkaði um 4,3%. Markaðir vestanhafs hafa fylgt eftir og nemur hækkun S%P 500 vísitölunnar um 0,7% það sem af er degi. Markaðir í Evrópu tóku við sér eftir að markaðir í Bandaríkjunum opnuðu.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hvatti evrópskar ríkisstjórnir í dag til að grípa strax til aðgerða til að endurfjármagna bankakerfi sín, að því er Financial Times greinir frá. Sjóðurinn er reiðubúinn til að aðstoða björgunarsjóð evruríkja við kaup á skuldabréfum ríkja í fjárhagsvanda. Er það gert til að slá á ótta fjárfesta á markaði, en bankastofnanir eru margar afar viðkvæmar gagnvart skuldabréfum ríkja líkt og Grikklandi og Ítalíu.