Allar helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu hækkuðu umtalsvert í dag. Ástæðan er fyrst og fremst sú að ítölsk stjórnvöld seldu fyrr í dag ríkisskuldabréf fyrir fimm milljarða evra á mun lægri vöxtum en áður en það þykir til marks um að slaknað hafi á spennu á mörkuðum vegna skuldavanda Ítalíu. FTSE í London hækkaði um 1,26%, Dax í Frankfurt um 1,84%, CAC í París um 1,42% og Euronext hækkaði um 1,4%. Vestur í Bandaríkjunum voru markaðir blendnari og þegar fjórir tímar lifðu af viðskiptum hafði Dow Jones lækkað lítillega en S&P 500 var hins vegar aðeins í mínus.