Bankar fóru fyrir mikilli hækkun á Bandaríkjamarkaði í dag, en talið er að nú styttist í að þingið þar í landi samþykki 700 milljarða dala björgunaráætlun ríkisstjórnarinnar.

Gengi Bank of America, JPMorgan Chase og Citigroup hækkaði um allt að 8,4% í dag eftir að fregnir bárust af því að repúblikanar og demókratar hefðu náð samkomulagi um ákveðin grunnatriði varðandi bjarghringinn sem stjórnvöld hyggjast kasta til fjármálafyrirtækja á næstunni.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 1,4% í dag. Dow Jones hækkaði um 1,8% og Standard & Poor´s hækkaði um 2,0%.

Olíuverð hækkaði um 1,8% í dag og kostar olíutunnan nú 107,7 dali á Bandaríkjamarkaði.