Hlutabréf í Kauphöllinni í Lundúnum hækkuðu um 8,5% í júlí, samkvæmt FTSE 100 vísitölunni, og er þetta mesta hækkun vísitölunnar frá því í apríl 2003. Svipaða sögu er að segja um aðra helstu markaði Evrópu.

Í Frankfurt hækkaði DAX-vísitalan um 11% og í París hækkaði CAC-40 um 9,1%.

Í Asíu hækkaði Nikkei í Tókýó um 4% í júlí og hefur hún hækkað um 17% frá áramótum.

Hang Seng í Hong Kong hækkaði um 12% í júlí, sem var fimmti mánuðurinn í röð sem vísitalan hækkaði.

Úrvalsvísitalan í Sjanghæ hélt áfram að hækka í júlí, en hún hefur hækkað í hverjum mánuði frá áramótum. Samanlögð hækkun á þessu ári nemur 87%.

Sensex vísitalan á Indlandi hækkaði um 8% í júlí og hefur ekki hækkað meira í einum mánuði í tíu ár.

Þetta kemur fram í frétt WSJ.