Evrópumarkaðir hækkuðu í dag, en björgun bandarískra stjórnvalda á Citigroup hafði góð áhrif á markaði. Einnig höfðu björgunaraðgerðir Breta góð áhrif í dag.

FTSEurofirst 300 vísitalan hækkaði um 8,9% í dag, en það er næstmesta hækkun vísitölunnar á einum degi í sögu hennar. Hún lækkaði um 11,5% í síðustu viku.

Það voru helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiddu hækkanir dagsins. Gengi bréfa UBS hækkaði um 21,4%, Lloyds hækkaði um 18,4% og HBOS hækkaði um 17,3%.

Í Lundúnum hækkaði FTSE 100 vísitalan um 9,8%, í Amsterdam hækkaði AEX vísitalan um 10,3% og í Frankfurt hækkaði DAX vísitalan um 10,3%.

Í París hækkaði CAC 40 vísitalan um 10,3% og í Sviss hækkaði SMI vísitalan um 6,3%.

Í Kaupmannahöfn hækkaði OMXC vísitalan um 4,1%, í Stokkhólmi hækkaði OMXS vísitalan um 9,0% og í Osló hækkaði OBX vísitalan um 11,6%.