Aðgerðir stjórnvalda til bjargar fjármálakerfinu höfðu góð áhrif á markaði vestan hafs í dag líkt og annars staðar. Til stendur að bandaríska ríkið taki yfir eitraðar fasteignatengdar skuldir að andvirði milljarða dala. Auk þess fylgdu Bandaríkjamenn í dag fordæmi Breta og bönnuðu skortsölu á fjármálafyrirtækjum tímabundið.

Bréf bankanna Wachovia og Morgan Stanley hækkuðu um meira en 30% og bréf General Electric hækkuðu um 10% í dag.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 3,4% í dag. Dow Jones hækkaði um 3,5% og Standard & Poor´s hækkaði um 4,0%.

Olíuverð hækkaði um 6,3%. Olíutunnan kostar nú 104,2 Bandaríkjadali og hækkaði um 6,5 dali í dag.