Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,07% í dag og endaði í 1.351,19  stigum. Frá áramótum hefur vísitalan hækkað um 3,07%.

Gengi margra bréfa á markaði lækkuðu í dag en mest lækkaði gengi bréfa í TM um 1,3%. Gengi bréfa í Sjóvá lækkaði um 0,96%, Vís lækkaði um 0,51%, Reginn um 0,5% og Reitir lækkuðu um 0,47%. Einnig lækkuðu hlutabréf Haga og Icelandair.

Gengi bréfa hjá HB Granda hækkuðu um 1,27%, Vodafone hækkaði um 0,93%, Marel um 0,48%, Össur um 0,47%, loks hækkuðu hlutabréf hjá N1 um 0,19%.

Heildarvelta á markaðnum í dag nam 9.810.693.168 krónum, viðskipti við skuldarbréf námu tæpum 3,8 milljörðum. Mesta velta var hjá Reitum um 5.189 milljónir.