Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,65% í viðskiptum dagsins í dag og endaði í 1.165,08 stigum. Gengi bréfa Icelandair lækkaði um 2,43%, Marels um 2,33% og Eimskips um 2,22%.

Þá lækkaði gengi bréfa TM um 1,90%, Haga um 1,60% og Nýherja um 1,14%. Ekkert félag hækkaði í verði í dag, en gengi fimm félaga stóð í stað. Velta á hlutabréfamarkaði nam 2,1 milljarði króna.

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,17% í dag. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,21% og sá óverðtryggði um 0,05%. Velta á þeim skuldabréfum sem mæld eru í vísitölunni nam 7,1 milljarði króna og nam velta með óverðtryggð bréf þar af 5,6 milljörðum.