Rúmlega 21 milljarða króna velta var á viðskiptum dagsins í dag í Kauphöllinni. Mest var velta með skuldabréf, samtals 16,7 milljarðar en velta með hlutabréf nam 3,7 milljörðum. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,19% og aðalvísitala skuldabréfa lækkaði um 0,6%. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins eru lækkanirnar vegna mikillar pólitískrar óvissu .

Gengi allra félaga á Aðallista Kauphallarinnar lækkaði í viðskiptum dagsins í dag að undanskildum Nýherja og Össuri. Mest lækkað gengi Marel um 2,42% og HB Granda um 2,4%. Mest var velta með bréf Marel eða um 600 milljóna króna velta.