Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði töluvert í 3 milljarða viðskiptum dagsins, eða um 1,67%, og endaði hún í 1.889,24 stigum. Aðalvísitala Skuldabréfa hækkaði um 0,02% í 4,7 milljarða viðskiptum, og stendur hún nú í 1.295,48 stigum.

N1 tók dýfu

Gengi bréfa N1 lækkaði langmest, eða um 3,55% niður í 115,50 krónur hvert bréf, í 546 milljóna króna viðskiptum.

Næst mesta lækkunin var á gengi bréfa Marel, eða um 2,06% og síðan kom Icelandair fast á hæla þess með 2,03% lækkun. Lækkuðu bréf Marel niður í 356,00 krónur í 223 milljóna viðskiptum meðan viðskipti með bréf Icelandair námu 214 milljónum og fóru þau niður í 14,99 krónur.

Einu bréfin sem hækkuðu í verði í kauphöllinni í dag, voru bréf Nýherja, sem hækkuðu um 0,32% í 41 milljón króna viðskiptum og standa þau nú í 31,50 krónur. Eins og Viðskiptablaðið fjallaði um eftir lok viðskiptadags í gær, þá var staðan í raun þverög í gær, þegar einungis Nýherji lækkaði í verði en gengi annarra bréfa hækkaði.