Miklar lækkanir voru í Asíu í nótt og þá sérstaklega í Kína.

Allir helstu markaðir lækkkuðu í viðskiptum dagsins, en lækkunin var nokkuð jöfn framan af. Um klukkutíma fyrir lokun stakk Kína þó af og skilaði dýpri lækkunum en aðrir markaðir. Að mati WSJ gæti ástæða aukinna lækkana í Kína verið vegna þess að fjárfestar telja að stjórnvöld séu að draga úr aðgerðum sínum til að halda uppi hlutabréfamarkaðnum. Síðasta sumar hópu fyrirtæki í ríkiseigu í Kína að kaupa hlutabréf í miklu mæli. Hlutabréfakaupin hófust yfirleitt seinni part dags. Þegar fjárfestar sáu í dag að ekki yrði af slíkum kaupum hafi það haft neikvæð áhrif á markaðinn.

Samsetta vísitalan í Sjanghæ lækkaði um 6,42% í viðskiptum dagsins og samsetta Shenzhen vísitalan lækkaði um 5,2%. Vísitalan í Sjanghæ hefur ekki verið lægri síðan í desember 2014 og hún hefur lækkað um 45% frá því að hún náði hámarki í júní sl.

Nikkei 225 lækkaði um 2,35% og Hang Seng lækkaði um 2,63%.