Það sem af er degi hefur hlutabréfaverð allra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði utan N1 lækkað. N1 hefur hækkað um 0,41%

Hagar hafa lækkað mest eða um 3,59% í 42 milljóna viðskiptum. Lækkun dagsins í dag er að mestu tilkominn vegna arðgreiðslna, enda nemur arðgreiðslan um 1,7 krónum á hlut. TM hefur lækkað um 1,88%, Vodafone um 1,71% og Reitir um 1,12%.

Það sem af er degi hefur velta með bréf Reita numið 113 milljónum, og velta með bréf Eimskipa numið 109 milljónum.