Líkt og starfsbræður þeirra í Evrópu virðast bandarískir fjárfestar afar taugaóstyrkir í dag en það sem af er degi hafa stóru bandarísku hlutabréfavísitölurnar allar lækkað talsvert. Þannig hefur Dow Jones lækkað um 2,2% og bæði Nasdaq og S&P 500 um 2,4%.

Þetta skýrist að hluta af afkomuviðvörun sem bílrisinn GM gaf út í dag og sumpart einnig af þeirri almennu svartsýni sem einkennir efnahagslífið um þessar mundir.