Hlutabréfamarkaðir hafa lækkað talsvert síðan opnað var fyrir viðskipti á Wall Street fyrir um tveimur tímum.

Nasdaq hefur lækkað um 5,5%, Dow Jones hefur lækkað um 4,7% og er nú komin undir 10 þúsund stig og S&P 500 hefur lækkað um 5,3%.

Dow Jones-hlutabréfavísitalan fór rétt í þessu undir 10 þúsund stig og er það í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í október árið 2004. Gengi vísitölunnar hafði fallið um 4,7% fyrir nokkru og stóð í 9921 stigi.

Í Evrópu er sömu sögu að segja en FTSEurofirst hefur lækkað um 7% það sem af er degi.

Í Lundúnum hefur FTSE 100 vísitalan lækkað um 7,4%, í Amsterdam hefur AEX vísitalan lækkað um 7,6% og í Frankfurt hefur DAX vísitalan lækkað um 6,7%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 7,3% og í Sviss hefur SMI vísitalan lækkað um 5,8%.

Í Kaupmannahöfn hefur OMXC vísitalan lækkað um 10%, í Osló hefur OBX vísitalan lækkað um 9,7% og í Stokkhólmi hefur OMXS vísitalan lækkað um 7,1%.