Hlutabréf lækkuðu umtalsvert í verði í dag, bæði hér heima og erlendis, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkaði um 1,6% og við lok dags var hún 5636,56 stig en frá því hún náði hámarki þann 15. febrúar hefur hún lækkað um 23%. Samt sem áður nemur hækkun vísitölunnar 1,8% frá áramótum, að því er fram kemur hjá greiningardeild Landsbankans.

?Hlutabréf í Skandinavíu lækkuðu mikið í verði dag. Þannig lækkaði OMXC vísitalan í Kaupmannahöfn um 3,30%, OMX30 vísitalan í Stokkhólmi um 4,5%, OSEBX vísitalan í Osló um 5,5% og OMX25 í Helsinki um 3,23%. Í Bandaríkjunum hafa hlutabréf einnig lækkað töluvert frá því að viðskipti hófust í morgun. Dow Jones hefur lækkað um 1,1%, Nadaq um 2% og S&P 500 um 1,25%," segir greiningardeildin.

Greiningardeildin segir að það valdi lækkunum á hlutabréfamörkuðum um allan heim er fyrst og fremst mikill órói vegna hræðslu markaðsaðila við hækkandi vexti. ?Þeir hafa áhyggjur af því að hækkandi vextir geti haldið aftur af hagvexti."